Síldarvinnslan hf.: Afkoma umfram áætlanir January 10, 2022

Í áætlunum félagsins sem lögð var fram fyrri hluta árs var gert ráð fyrir að EBITDA samstæðu félagsins yrði á árinu á bilinu 72 – 77 milljónir USD. Samkvæmt drögum að uppgjöri félagsins fyrir fjórða ársfjórðung sem nú liggja fyrir er útlit fyrir að EBITDA samstæðu félagsins verði á árinu á bilinu 83 – 86 milljónir USD.

Á síðustu mánuðum hafa komið inn óvæntir jákvæðir þættir í reksturinn sem skýra betri afkomu.

Kvóti í íslensku síldinni var aukinn og var hún unnin að stórum hluta til manneldis. Spár gerðu ekki ráð fyrir svona mikilli manneldisvinnslu á íslensku síldinni þar sem sýking hefur verið að hrjá stofninn undanfarin ár en var lítil í haust.

Auk þess var loðnukvóti gefinn út á haustmánuðum sem ekki var inni áætlunum félagsins og veiddu skip félagsins rúm 19 þúsund tonn í desember og verksmiðjurnar tóku á móti rúmum 21 þúsund tonnum af loðnu.

Á sama tíma hefur útgerð og vinnsla almennt gengið vel á árinu.

Endurspegla þessar breytingar í raun þær sveiflur sem geta verið í rekstri sjávarútvegsfélaga, þar sem ástand fiskistofna og aðstæður á mörkuðum skipta miklu máli og eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar.

Uppgjörið er enn í vinnslu og getur því tekið breytingum fram að birtingardegi sem er 10. mars nk.

Nánari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf.

https://www.globenewswire.com/

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *